Hérna má hlýða á Hásálfa í útvarpsviðtali hjá Morgunfrúnni í morgun. Í bakgrunni óma seiðandi tónar Viktors.
Svo má hér heyra lagið sem hljómaði undir Umskiptaþjónustunni, á síðasta Föstudagsfiðrildi.
Within by Viktor Birgiss
Okkur finnst kominn tími til að endurvekja íslensku þjóðsögurnar og leyfa þeim að lifna við í íslenskum nútíma.
Álfarnir hafa vaxið og þróast rétt eins og við, þeir eru ekki lengur í gamaldags klæðum og syngja rímur. Álfarnir rappa og nýta sér nýjustu GPS tækni til að vita alltaf hvar þeir eru.
We think it is time to revive the Icelandic folk stories and give them a present-day feel.
The elves have grown and developed just like us; they do not wear old clothing and sing rhymes. The elves rap and use the latest GPS technology to know exactly where they are.
Monday, July 11, 2011
Friday, July 1, 2011
Umskiptingurinn, Föstudagsfiðrildi #2
Hásálfar hafa nýlokið við að kynna Umskiptaþjónustuna, þar sem vegfarendum var boðið upp á að skipa um börnin sín, nú eða betrumbæta núverandi börn.
Gjörningurinn fór misvel í börnin en foreldrar tóku vel í hugmyndirnar, þar sem þeir voru settir í fyrsta sæti. Fylgist með facebook síðunni okkar þegar myndir af viðburðinum fara að renna inn og fleira skemmtilegt.
Einnig er von á Hásálfum í fréttunum á næstunni, viðtalsglaðir herramenn frá Stöð 2 stoppuðu og kynntu sér Umskiptaþjónustuna betur.
Gjörningurinn fór misvel í börnin en foreldrar tóku vel í hugmyndirnar, þar sem þeir voru settir í fyrsta sæti. Fylgist með facebook síðunni okkar þegar myndir af viðburðinum fara að renna inn og fleira skemmtilegt.
Einnig er von á Hásálfum í fréttunum á næstunni, viðtalsglaðir herramenn frá Stöð 2 stoppuðu og kynntu sér Umskiptaþjónustuna betur.
Thursday, June 30, 2011
18 barna faðir í Álfheimum
Hásálfar munu flytja gjörninginn Umskiptingurinn á morgun, föstudaginn 1. júlí, á Laugaveginum fyrir framan Rokk og Rósir, frá 12-16. Allar upplýsingar má finna á Facebook-viðburðinum.
Gjörningurinn er byggður meðal annars á sögunni 18 barna faðir í Álfheimum
˜˜˜
Það var á bæ einum um sumar, að fólk allt var á engjum nema húsfreyja; hún var heima og gætti bæjar með syni sínum á þriðja eða fjórða árinu. Sveinn þessi hafði vaxið og vel dafnað til þess tíma; altalandi var hann orðinn, skýr og efnisbarn eitthvert hið mesta. En með því konan átti um ýms bæjarstörf að annast auk sveinsins, varð hún að víkja sér frá honum litla hríð og fór út í læk, er var skammt frá bænum, að þvo mjólkurtrogin. Skildi hún barnið eftir á meðan í bæjardyrunum, og segir ekki af því, fyrr en konan kom aftur eftir drukklanga stund. Þegar hún yrðir á það, hrín það og æpir illilegar og ámáttlegar en hún átti von á, því áður var barnið mesta spektarbarn, þýðlynt og þægt. En nú fær hún ekki af því nema óhljóð ein og illhrinur.
Líður svo nokkuð hér frá, að barnið mælir ekki orð frá munni, en var ákaflega keipótt og rellið, svo konan kunni ekkert lag á þessum háttaskiptum; það vex og ekki og lætur fíflslega mjög. Konan varð mjög angruð af þessu og tekur það ráð, að hún fer að hitta grannkonu sína, er þótti vera hyggin og margfróð, og segir henni frá hörmum þeim, sem sig hafi hent. Konan innir hana grannt eftir, hvað langt sé síðan, að barnið hafi tekið þessa fásinnu, og hvernig hún ætli það hafi atvikast. Móðir sveinsins segir henni allt af létta, eins og gengið hafði. Þegar grannkonan hin fróða hafði heyrt alla málavöxtu, segir hún: "Heldurðu ekki, góðin mín, að sveinninn sé umskiptingur? Því það er ætlun mín, að um hann hafi skipt, meðan þú gekkst frá honum í bæjardyrunum." "Ég veit ekki," segir hún, "eða geturðu ekki kennt mér ráð til að komast eftir því?" "Það mun ég geta," segir konan; "skaltu einhverntíma skilja barnið eftir eitt saman og láta einhverja nýlundu bera fyrir það, og mun það þá eitthvað mæla, er það sér engan í kring um sig. En þú skalt hlera til og vita, hvað því verður að orði. Þyki þér þá orðtök sveinsins undarleg og ískyggileg, skaltu strýkja hann vægðarlaust, unz eitthvað skipast um." Að svo mæltu skildu þær talið, og þakkaði móðir sveinsins grannkonu sinni heilræðin og fór heim síðan.
Þegar konan er heim komin, setur hún höldupott lítinn á mitt eldhúsgólf; síðan tekur hún sköft mörg, bindur hvert við enda annars, svo að efri endinn tók allt upp í eldhússtrompinn, en við hinn neðri batt hún þvöruna og lét hana standa í pottinum. Þegar hún hafði veitt þennan umbúnað í eldhúsinu, sótti hún sveininn og lét hann þar einan eftir verða; gekk hún þá úr eldhúsinu og stóð á hleri þar, sem hún sá gegnum dyragættina inn í eldhúsið. Þegar hún var fyrir litlu burtu gengin, sér hún, að barnið fer að vappa í kringum pottinn og virða hann fyrir sér með þvörunni í og segir síðan: "Nú em eg svo gamall sem á grönum má sjá, átján barna faðir í álfheimum, og hef eg þó aldrei séð svo langan gaur í svo lítilli grýtu." Fer þá konan aftur inn í eldhúsið með vænan vönd, tekur umskiptinginn og afhýðir hann lengi og óvægilega. Æpir hann þá ógurlega. Þegar konan hefur strýkt sveininn um hríð, sér hún, að ókunnug kona kemur inn í eldhúsið með sveinbarn á handlegg sér, fagurt og frítt; lét hún vel að því og segir við konuna: "Ójafnt höfumst við að; eg dilla barni þínu, en þú berð bónda minn." Að svo mæltu setur hún af sér sveininn, son húsfreyju, og verður hann þar eftir, en hefur karl sinn burtu með sér, og hurfu þau þegar. En sveinninn óx upp hjá móður sinni og varð efnismaður.
Gjörningurinn er byggður meðal annars á sögunni 18 barna faðir í Álfheimum
˜˜˜
Það var á bæ einum um sumar, að fólk allt var á engjum nema húsfreyja; hún var heima og gætti bæjar með syni sínum á þriðja eða fjórða árinu. Sveinn þessi hafði vaxið og vel dafnað til þess tíma; altalandi var hann orðinn, skýr og efnisbarn eitthvert hið mesta. En með því konan átti um ýms bæjarstörf að annast auk sveinsins, varð hún að víkja sér frá honum litla hríð og fór út í læk, er var skammt frá bænum, að þvo mjólkurtrogin. Skildi hún barnið eftir á meðan í bæjardyrunum, og segir ekki af því, fyrr en konan kom aftur eftir drukklanga stund. Þegar hún yrðir á það, hrín það og æpir illilegar og ámáttlegar en hún átti von á, því áður var barnið mesta spektarbarn, þýðlynt og þægt. En nú fær hún ekki af því nema óhljóð ein og illhrinur.
Líður svo nokkuð hér frá, að barnið mælir ekki orð frá munni, en var ákaflega keipótt og rellið, svo konan kunni ekkert lag á þessum háttaskiptum; það vex og ekki og lætur fíflslega mjög. Konan varð mjög angruð af þessu og tekur það ráð, að hún fer að hitta grannkonu sína, er þótti vera hyggin og margfróð, og segir henni frá hörmum þeim, sem sig hafi hent. Konan innir hana grannt eftir, hvað langt sé síðan, að barnið hafi tekið þessa fásinnu, og hvernig hún ætli það hafi atvikast. Móðir sveinsins segir henni allt af létta, eins og gengið hafði. Þegar grannkonan hin fróða hafði heyrt alla málavöxtu, segir hún: "Heldurðu ekki, góðin mín, að sveinninn sé umskiptingur? Því það er ætlun mín, að um hann hafi skipt, meðan þú gekkst frá honum í bæjardyrunum." "Ég veit ekki," segir hún, "eða geturðu ekki kennt mér ráð til að komast eftir því?" "Það mun ég geta," segir konan; "skaltu einhverntíma skilja barnið eftir eitt saman og láta einhverja nýlundu bera fyrir það, og mun það þá eitthvað mæla, er það sér engan í kring um sig. En þú skalt hlera til og vita, hvað því verður að orði. Þyki þér þá orðtök sveinsins undarleg og ískyggileg, skaltu strýkja hann vægðarlaust, unz eitthvað skipast um." Að svo mæltu skildu þær talið, og þakkaði móðir sveinsins grannkonu sinni heilræðin og fór heim síðan.
Þegar konan er heim komin, setur hún höldupott lítinn á mitt eldhúsgólf; síðan tekur hún sköft mörg, bindur hvert við enda annars, svo að efri endinn tók allt upp í eldhússtrompinn, en við hinn neðri batt hún þvöruna og lét hana standa í pottinum. Þegar hún hafði veitt þennan umbúnað í eldhúsinu, sótti hún sveininn og lét hann þar einan eftir verða; gekk hún þá úr eldhúsinu og stóð á hleri þar, sem hún sá gegnum dyragættina inn í eldhúsið. Þegar hún var fyrir litlu burtu gengin, sér hún, að barnið fer að vappa í kringum pottinn og virða hann fyrir sér með þvörunni í og segir síðan: "Nú em eg svo gamall sem á grönum má sjá, átján barna faðir í álfheimum, og hef eg þó aldrei séð svo langan gaur í svo lítilli grýtu." Fer þá konan aftur inn í eldhúsið með vænan vönd, tekur umskiptinginn og afhýðir hann lengi og óvægilega. Æpir hann þá ógurlega. Þegar konan hefur strýkt sveininn um hríð, sér hún, að ókunnug kona kemur inn í eldhúsið með sveinbarn á handlegg sér, fagurt og frítt; lét hún vel að því og segir við konuna: "Ójafnt höfumst við að; eg dilla barni þínu, en þú berð bónda minn." Að svo mæltu setur hún af sér sveininn, son húsfreyju, og verður hann þar eftir, en hefur karl sinn burtu með sér, og hurfu þau þegar. En sveinninn óx upp hjá móður sinni og varð efnismaður.
Tuesday, June 28, 2011
Sögustund 28. júní
Hásálfar munu bjóða vegfarendum í huggulegheit að hlýða á þjóðsögur með leiknum tilbrigðum og bjóða einnig upp á vöfflur.
Komdu og hlýddu á þjóðsögur Íslendinga um álfa, huldufólk, drauga og tröll.
Fyrir unga sem aldna!
Hér getiði hlustað á smá snippet
Hásálfar - Sögustund 28. júní by Viktor Birgiss
www.facebook.com/Hasalfar
Komdu og hlýddu á þjóðsögur Íslendinga um álfa, huldufólk, drauga og tröll.
Fyrir unga sem aldna!
Hér getiði hlustað á smá snippet
Hásálfar - Sögustund 28. júní by Viktor Birgiss
www.facebook.com/Hasalfar
Monday, June 20, 2011
Gjörningurinn okkar 17. júní
Takk fyrir komuna á Austurvöll 17. júní!
Hér getið þið hlustað á lögin tvö sem við spiluðum live:
Hásálfar - Austurvöllur 17. Júní #1 by Viktor Birgiss
Og hérna er seinna lagið:
Hásálfar - Austurvöllur 17. Júní #2 by Viktor Birgiss
Hér getið þið hlustað á lögin tvö sem við spiluðum live:
Hásálfar - Austurvöllur 17. Júní #1 by Viktor Birgiss
Og hérna er seinna lagið:
Hásálfar - Austurvöllur 17. Júní #2 by Viktor Birgiss
Tuesday, June 14, 2011
Föstudagsfiðrildi #1
Hásálfar - Föstudagsfiðrildi 10. júní by Viktor Birgiss
Hásálfar - Föstudagsfiðrildi 10. júní #2 by Viktor Birgiss
Fyrsta föstudagsfiðrildið okkar heppnaðist vel og hérna er lögin sem við gerðum og voru hluti af gjörningnum.
Viðtökur voru framar vonum og hlökkum við til næstu verkefna, ekki missa af okkur á 17. júní! Þá verðum við á sviðinu á Austurvelli kl 14.40 með álfaraftónlist :)
Hérna má finna Facebook viðburðinn.
Einnig fengum við umfjöllun á vefsíðunni Iceland Eyes sem við vorum agalega lukkuleg með.
Iceland Eyes: Elves: "Strolling along Laugavegur on Friday, I came across a performance piece, Hásálfar , gracefully presented by a trio of artists: performer Sa..."
Takk fyrir okkur! :)
Hásálfar - Föstudagsfiðrildi 10. júní #2 by Viktor Birgiss
Fyrsta föstudagsfiðrildið okkar heppnaðist vel og hérna er lögin sem við gerðum og voru hluti af gjörningnum.
Viðtökur voru framar vonum og hlökkum við til næstu verkefna, ekki missa af okkur á 17. júní! Þá verðum við á sviðinu á Austurvelli kl 14.40 með álfaraftónlist :)
Hérna má finna Facebook viðburðinn.
Einnig fengum við umfjöllun á vefsíðunni Iceland Eyes sem við vorum agalega lukkuleg með.
Iceland Eyes: Elves: "Strolling along Laugavegur on Friday, I came across a performance piece, Hásálfar , gracefully presented by a trio of artists: performer Sa..."
Takk fyrir okkur! :)
Friday, June 10, 2011
Föstudagsfiðrildi
Subscribe to:
Posts (Atom)